BLÁSTUR.IS
Blásum nýju lífi í hlutina
Sandblástur
Sandblástur er afar áhrifarík leið til þess að hreinsa yfirborð á stáli, áli, málmum, grjóti, steypu og nánast hverju sem er. Starfsmenn Blástur.is hafa í gegnum árin blásið á allt frá fingurbjörgum til skipa.
Starfsmenn okkar eru sérfræðingar í sandblæstri með margra áratuga reynslu í sandblæstri á bílahlutum og boddýum, vélum og vélahlutum, traktorum, felgum, mótorhjólum, mannvirkjum, skipum, pottofnum, húsgögnum og fleira.
Öflug tæki - vanir menn - góð þjónusta!
Hvað er sandblástur ?
Blástursefni er skotið á flöt með hjálp þrýstilofts, í þeim tilgangi að t.d :
-
að gera gróft yfirborð flatarins fínna
-
að gera fínt yfirborð flatarins grófara (til að fá festu)
-
til að alhreinsa yfirborð flatarins, t.d fjarlægja tæringu/ryðmyndun af stáli,fjarlægja málningu, óhreinindi osfrv.
Blástursefnið getur verið margs konar þ.e. niðurmalað jarðefni sbr. ýmsar gerðir af sandi eins og t.d íslenskt basalt, stálsandur (stálkúlur), álagnir, ofl málmar, niðurmalað gler, glerkúlur, matarsódi osfrv. Blástursefnið getur síðan verið í mörgum grófleikum.
Starfsmenn Blástur.is meta að hverju sinni hvaða efni og grófleiki hentar í hverju verki til þess að tryggja bestu mögulegu útkomu við blástur.
Hvað þarf að hafa í huga varðandi sandblástur ?
-
Sandblása aðeins það sem á að blása, þ.e. fara ekki útfyrir það svæði, sem blása skal til að komast hjá óþarfa kostnaði við t.d. endurmálun t.d. bílhluta.
-
Sandblása aðeins það sem hæft er í sandblástur. Ekki er t.d. ráðlegt að sandblása málma, sem eru mjög þunnir, sbr. plötur, þar sem vindingur getur myndast í efninu vegna álags frá sandblæstrinum, vegna hitamyndunar. Þunnt efni getur auk þess rifnað og/eða gatast.
-
Sandblása það sem á að blása þ.e. án þess að skadda ekki eða skemma t.d. ökuljós, hurða-læsingar osrfv.
-
Þ.a.l þarf að verja, hylja og skerma af þá fleti, sem mega ekki komast í snertingu við sandblásturinn. Val á vörnum, og vönduð vinnubrögð við ásetningu þeirra eru því nauðsynleg. Mikil og löng reynsla á þessu sviði er hér mjög mikilvæg eins og gefur að skilja til að ekki illa fari.